Skelfilegt

Það er sárara en að tárum taki að hugsa til þess að Alþingi sé búið að selja alla þegna landsins í ánauð.

Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að börnin mín og barnabörn (ef ég eignast þau einhverntíma) þurfi að borgar skuldir þessara manna sem lögðust í víking og komu þjóð sinni á vonarvöl.

Þó svo að ég sé rígbundin á skerinu vegna minna eigin skulda, þá mun ég svo sannarlega hvetja börnin mín til þess að forða sér af landi brott, svo að þau eigi einhverja möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi í framtíðinni.  Það verður sárt, en ekki jafn sárt og að horfa upp á þau í þrældóminum hér.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þetta er ömurlegt að þurfa að borga skuldir þessara bankabófa.

Virkilega sorglegt að þinghópur Borgarahreyfingarinnar treysti sér ekki til að koma heill og óskiptur af því að greiða atkvæði gegn samningnum.

Jón Kristófer Arnarson, 28.8.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það heyrir raunar til undantekninga að þinghópur hreyfingarinnar hafi greitt samstíga atkvæði á Alþingi. Eðli hreyfingarinnar vegna og stefnu hennar þá get ég ekki litið á það sem óhjákvæmilega neikvæðan veruleika. Í þessu tilfelli hygg ég að Þór hafi einfaldlega talið sig eiga svo stóran þátt í svo breyttu frumvarpi, með vinnu sinni í fjárlaganefnd, að hann hafi ekki viljað viðhafa beint mótatkvæði.

Það hefur raunar enginn getað svarað því af eða á hvað í þessu máli sé mest í anda Borgarahreyfingarinnar. Er alveg víst að NEI-atkvæði hafi gert það? Sjálfsagt finnst svo fleiri en færri og vitaskuld átti samningurinn að vera mun betri fyrir Ísland - en ég hef ekki séð það svart á hvítu á hvern hátt það væri betra fyrir Ísland og betra út frá stefnunni að fella ríkisábyrgðina en að samþykkja hana. NEI hefði að sönnu verið mitt fyrsta val, en því aðeins mitt endanlega val að ég væri viss um að afleiðingar falls frumvarpsins væru ekki verri nauðung en í samningnum sjálfum felst.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.8.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Takk Hebbi minn. Þetta er auðvitað rétt hjá þér.  Ég hef lengi verið "þegn" bankanna að sjálfsögðu í minni óþökk. Það breytir ekki því að búið er að selja alla Borgara þessa lands í þrældóm. Líka þá sem enn hafa ekki stofnað til neinn skulda sjálfir. Sjö ára sonur minn er orðinn skuldari án þess að hafa neitt gert annað en að leggja þá peninga sem honum hafa áskotnast (mest í gegnum afmælisgjafir) inn í banka.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 1.9.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband