Skuldarar landsins halda fjármagnseigendum uppi
16.9.2009 | 10:24
Hversu lengi á almenningur í þessu landi að halda áfram að bera uppi fjármagnseigendur? Það þarf ekki að kosta neitt að leiðrétta vísitölu verðtryggingar ef jafnt verður látið yfir alla ganga, þ.e. bæði skuldara og fjármagnseigendur.
Krafan er réttmæt, því hverjir eiga að eiga viðskipti við alla þessa banka ef almenningur allur (lesist: skuldarar) er orðinn gjaldþrota? Síðast þegar ég vissi, þá vildu bankarnir ekki hafa gjaldþrota einstaklinga í viðskiptum.
Leiðrétting vísitölu verðtryggingar og sambærileg leiðrétting á gengislánum, ásamt afnámi verðtryggingar, er forsendan fyrir því að hér verði búandi í framtíðinni.
Segja heimilin ekki geta meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misskilningur á misskilning ofan
15.9.2009 | 10:45
Nú hefur mikið verið fjallað um nýsamþykkt "lög" BH. Megnið af þeirri umjöllun virðist vera misskilningur, sbr. að stefnu hreyfingarinnar hafi verið breytt. Stefnan er algerlega óbreytt. Hins vegar hefur verið opnað fyrir þann möguleika að hægt sé að bæta við stefnuskrána.
Einnig er mikið fjallað um það drengskaparheit sem ætlast er til að frambjóðendur á vegum hreyfingarinnar skrifi undir áður en þeir fari í framboð á vegum hennar. Upphaflega var í tillögunni talað um eið, sem ég var alfarið á móti og studdi ég tillögu þess eðlis að þessi grein félli niður í heild sinni. Hins vegar kom fram tillaga sem breytti þeirri grein í þessa sem nú stendur og var hún samþykkt með naumindum. Ef að fólkið sem yfirgaf fundinn og sat fyrir utan salinn hefði tekið þátt, reikna ég fastlega með því að þessi grein hefði fallið brott í heild sinni.
Margt er enn í þessum nýju samþykktum sem þarf að laga. Þessar samþykktir eru ekki meitlaðar í stein og munu vera endurskoðaðar og færðar til betri vegar.
Ég vona að þingmenn okkar taki sér góðan tíma til að kynna sér nýju samþykktirnar, sem eru orðnar mjög ólíkar tillögu þeirri sem þau kynntu sér upphaflega.
Skrifi undir heit en ekki eið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að hella upp á fyrir mann og annan!
10.9.2009 | 01:32
Þessar tillögur, sem eru sumar hverjar ágætar, gleyma að taka tillit til þeirra vandamála sem herjað hafa á hreyfinguna síðustu vikurnar. Þarna er einungis gert ráð fyrir að stjórn fylgist með starfi framkvæmdastjóra, sem NB má ekki hafa skoðanir á nokkrum hlut.
Stjórn getur skv. þessum tillögum tekið allt að 3 mánuði til að komast að niðurstöðu um þetta mikla mál sem eftirlit með störfum framkvæmdastjóra er, þess á milli sem að hún hellir upp á kaffi fyrir gesti og gangandi.
Ég er ekki alveg að skilja til hvers þarf að hafa formann stjórnar, varaformann og ritara til að gegna þessu hlutverki.´
Hér gleymist alveg að gera sömu kröfur til hreyfingarinnar, eins og hreyfingin gerir til stjórnsýslunnar, svo sem dreifingu valds osfrv. líkt og tillögur þær sem unnar voru í allt sumar í opnum hópi félagsmanna gera.
Borgarahreyfingin leggur td áherslu á að þingmenn séu ekki ráðherrar, en þessar tillögur þingmanna hreyfingarinnar skipa þingmann í stjórn BH án þess að hann sé til þess kosinn af félagsmönnum. Það kalla ég ekki lýðræði. Hér erum við á leið inn í ÞINGMANNARÆÐI.
Við sem hreyfing höfnum leiðtogadýrkun, en þarna sýnist mér þinghópurinn vera að gera sig að ríki í ríkinu, konung og keisara, þá sem öllu ráða og þurfa engan að hlusta á.
Ef einhverntíma var ástæða til að benda á keisarann og vekja athygli á klæðaleysi hans, þá er það núna!
P.S. Eftirfarandi er ekki hægt að taka öðru vísi en sem gríni:
"2. Stjórnin skal hittast minnst einu sinni í mánuði, einungis til að meta störf framkvæmdastjóra"
Borgarahreyfingin sem grasrótarafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þjóðin á þing
2.9.2009 | 21:12
Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi
Slagorðið þjóðin á þing er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.
Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.
Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.
Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur.
Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.
Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða í tengdri skrá.
Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.
Ásthildur Jónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Jón Kr. Arnarson, Lilja Skaftadóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð
Bjargar vinum sínum!
2.9.2009 | 13:20
Ég átti svo sem ekki von á öðru en að hann myndi skrifa undir, enda að redda vinum sínum frá því að þurfa að borga skuldir sínar og hjálpa þeim við að koma öllu draslinu yfir á þjóðina.
En var það ekki téður forseti sem neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin því djúp gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar? Horfir maðurinn ekki á sjónvarp eða les blöð? Ég man ekki betur en að skoðanakönnun hafi leitt það í ljós að 63% væru á móti Icesave.
En það hafa sennilega verið þessi 63% sem ekki eru þjóðin!
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að borga eða ekki borga, það er spurningin
2.9.2009 | 00:29
Hvað er annað hægt að gera í stöðunni? Ef valið stendur á milli þess að borga skuldir, sem augljóst er að munu ekki minnka við það, vegna verðtryggingar eða gengisfellingar, eða gefa börnunum sínum að borða þá held ég að flestir velji síðari kostinn. Það geri ég amk.
SJS verður að fara átta sig á því að það þarf alvöru lausnir fyrir ALLA, ekki aðeins fyrir örfáa útvalda. Það hefur hingað til talist betra (og mannúðlegra) að draga drukknandi mann að landi, heldur en að bíða eftir því að hann drukkni og "prófa" síðan endurlífgun.
Hótunin um greiðsluverkfall virðist vera það eina sem kemur við kauninn á þessari ríkisstjórn.
Ég held að allir vilji borga þær skuldir sem þeir stofnuðu til, en hjálpi mér ekki á þessum svikaforsendum sem eru í gangi. Verðtryggingin er ekkert annað en rán! Og það löglegt rán um hábjartan dag!
Háskalegt að borga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég vildi....
1.9.2009 | 12:21
Ég gekk í Borgarahreyfinguna á sínum tíma af því að ég vildi berjast gegn þeirri spillingu sem tröllreið íslensku þjóðfélagi. Ég vildi sjá ný og heiðarleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Ég vildi leggja lóð mitt á vogarskálarnar til að þeir sem komu okkur í þessa stöðu yrðu dregnir til ábyrgðar. Ég vildi leiðréttingu lána fyrir heimilin í landinu. Ég vildi aðgerðir til bjargar þjóðinni. Ég vildi... ég vildi...
Ég vil þetta allt enn. Ekkert hefur breyst, ekkert verið gert!
Um leið og þingið hafði afgreitt Iceslave var skellt í lás og skundað í frí. Auðvitað á starfsfólk þingsins rétt á fríi, en gleymdist ekki eitthvað? Hvað með almenning í landinu sem berst við að halda sér á floti? Hvað með lánin sem eru að sliga heimilin? Hvað með allar leiðréttingar almenningi til handa? Spyr sá sem ekki veit.
Nú er næstum ár liðið frá hruninu og frá mínum bæjardyrum séð hefur þeim einum verið komið til aðstoðar sem ekki þurfa þess, þ.e. þeim sem enn liggja á gildum sjóðum. Við sem voguðum okkur að kaupa okkur þak yfir höfuðið, til að tryggja okkur húsaskjól, við eigum að blæða. Við sem áttum okkar "sparifé" í húseignum okkar, við eigum að bera tapið. Það á ekki að vernda þetta sparifé á neinn hátt.
Ég vil fá það rökstutt frá ríkisvaldinu, hver munurinn er á þessu sparifé. Af hverju er sparifé á innlánareikningum bjargað, en sparifé í húseign látið fara? Ég get ekki séð að hér sitji allir við sama borð. Engin jafnræðisregla í gangi hér.
Ég er kannski bara svona vitlaus. Ég fór íslensku leiðina og notaði mitt sparifé í að kaupa mér húsnæði. Reyndar var ekki margt annað í stöðunni. Ég vildi tryggja það að börnin mín þyrftu ekki að vera alltaf að flytja, skipta um skóla, yfirgefa vini osfrv. Það var nefnilega raunveruleikinn á leigumarkað. Og er enn!
Hvað ætla stjórnvöld að gera þegar allar þær fjölskyldur sem nú standa frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, eru komnar á götuna? Dettur einhverjum í hug að bankarnir muni "leyfa" fólki að búa í húsnæðinu sem þeir eignast á þennan máta fyrir einhverja smápeninga? Nei, þeir munu leigja út þetta húsnæði á okurverði, því að þeir verða jú að passa upp á "fjárfestinguna" sína. Með öðrum orðum "vernda lánasafnið".
Nei ég er búin að fá nóg af þessu ástandi. Eitthvað þarf að gera og það strax! Við þurfum leiðréttingu á vísitölunni og í framhaldi af því afnám verðtryggingar. Annars verður ekki búandi í þessu landi.
Skelfilegt
28.8.2009 | 12:59
Það er sárara en að tárum taki að hugsa til þess að Alþingi sé búið að selja alla þegna landsins í ánauð.
Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að börnin mín og barnabörn (ef ég eignast þau einhverntíma) þurfi að borgar skuldir þessara manna sem lögðust í víking og komu þjóð sinni á vonarvöl.
Þó svo að ég sé rígbundin á skerinu vegna minna eigin skulda, þá mun ég svo sannarlega hvetja börnin mín til þess að forða sér af landi brott, svo að þau eigi einhverja möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi í framtíðinni. Það verður sárt, en ekki jafn sárt og að horfa upp á þau í þrældóminum hér.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins
26.8.2009 | 12:00
Mikið var að einhver í þessu þjóðfélagi tók við sér. Að það skuli vera Íslandsbanki er samt frekar merkilegt. Eru þessar aðgerðir ekki eitthvað sem ríkistjórnin á að standa fyrir í nafni "Skjaldborgar um heimilin"?
Þetta er gott framtak og ég vona að hinir bankarnir fylgi í kjölfarið. Vonandi ganga þeir bara nógu langt og leiðrétta höfuðstólinn þannig að hann færist í sama horf og hann var í ársbyrjun 2008, þegar stjórnvöld hófu blekkingarleikinn.
Að sama skapi þarf að banna verðtrygginguna. Það er engin hemja að það taki yfir 30 ár að byrja að sjá lækkun lána sinna eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Að vísu er það miðað við núverandi verðbólgu, en ég persónulega hef ekki mikla trú á því að hún fari ört lækkandi. Einhvern veginn rámar mig í það, að talað hafi verið um að við myndum sjá verðhjöðnun á haustmánuðum. Ekki get ég séð að það sé að gerast.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurfelling?
22.8.2009 | 13:39
Ég skil ekki af hverju þessir ráðamenn vorir tala um niðurfellingu og afskriftir. Mér fyndist réttara að tala um leiðréttingu skulda. Fólk tók þessi lán í góðri trú og það var svikið. Kerfið hrundi, en engum skal hjálpa nema þeim sem enn sitja á gildum sjóðum. Hinn almenni borgari skal bera byrðina.
Ég vil sjá leiðréttingu, ekki niðurfellingu eða afskriftir. Ég vil borga mínar skuldir, en ekki annarra!
Ráðherra vill afskrifa skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |