Skuldarar landsins halda fjármagnseigendum uppi
16.9.2009 | 10:24
Hversu lengi á almenningur í þessu landi að halda áfram að bera uppi fjármagnseigendur? Það þarf ekki að kosta neitt að leiðrétta vísitölu verðtryggingar ef jafnt verður látið yfir alla ganga, þ.e. bæði skuldara og fjármagnseigendur.
Krafan er réttmæt, því hverjir eiga að eiga viðskipti við alla þessa banka ef almenningur allur (lesist: skuldarar) er orðinn gjaldþrota? Síðast þegar ég vissi, þá vildu bankarnir ekki hafa gjaldþrota einstaklinga í viðskiptum.
Leiðrétting vísitölu verðtryggingar og sambærileg leiðrétting á gengislánum, ásamt afnámi verðtryggingar, er forsendan fyrir því að hér verði búandi í framtíðinni.
Segja heimilin ekki geta meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ingifríður,
Þetta er algengur misskilningur að það kosti ekki neitt að skrúfa vísitöluna niður um t.d. 20%. Þetta myndi lækka eignir lífeyrissjóða þar sem stór hluti þeirra eigna eru skuldabréf tengd neysluvísitölu. Lífeyrir greiddur úr sameignarlífeyrissjóðum er beintengdur neysluvísitölu þ.a. hann myndi lækka um þessa tölu. Lífeyrir frá Tryggingastofnun (TR) er síðan tekjutengdur og þegar greiðslur frá lífeyrissjóðum lækkar þá hækka greiðslur frá TR sem eykur svo útgjöld skattborgara.
Eignir á verðtryggðum bankareikningum myndu þá líka lækka og ég held að það myndi heyrast frá mörgum eldri borgaranum við það. Hvernig ætti svo að meðhöndla óverðtryggða reikninga sem hafa borið háa vexti, eiga þeir að sleppa? Þetta er óraunhæft.
Það er alveg augljóst að það þarf aðgerðir til að hjálpa fólki til að bregðast við mikilli hækkun á greiðslubyrgði en aðgerðir eins og almenn lækkun vísitölu er ekki töfralausn sem kostar ekkert eins og margir halda fram.
Pétur (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:56
þannig hefur þetta ávalt verið - hvað er til ráða ?
Jón Snæbjörnsson, 16.9.2009 kl. 11:15
Góð færsla. Burt með þessa banvænu verðtryggingu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.9.2009 kl. 11:19
Við þurfum að standa saman gegn þessu óréttlæti. Mæta td. á fund Hagsmunasamtaka Heimilana í Iðnó annað kvöld kl. 20, þar sem greiðsluverkfallið verður kynnt.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 16.9.2009 kl. 11:36
http://skorrdal.is/utgafa/baekur/lydraedi_fjoldans.html
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:57
Takk Skorrdal. Áhugaverð lesning.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 20.9.2009 kl. 15:18
algerlega sammála Ingifríði...sjá einnig...
http://www.youtube.com/watch?v=qCL63d66frs&feature=related
og
http://www.youtube.com/watch?v=gVjR6SPEPpE
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.