Að hella upp á fyrir mann og annan!
10.9.2009 | 01:32
Þessar tillögur, sem eru sumar hverjar ágætar, gleyma að taka tillit til þeirra vandamála sem herjað hafa á hreyfinguna síðustu vikurnar. Þarna er einungis gert ráð fyrir að stjórn fylgist með starfi framkvæmdastjóra, sem NB má ekki hafa skoðanir á nokkrum hlut.
Stjórn getur skv. þessum tillögum tekið allt að 3 mánuði til að komast að niðurstöðu um þetta mikla mál sem eftirlit með störfum framkvæmdastjóra er, þess á milli sem að hún hellir upp á kaffi fyrir gesti og gangandi.
Ég er ekki alveg að skilja til hvers þarf að hafa formann stjórnar, varaformann og ritara til að gegna þessu hlutverki.´
Hér gleymist alveg að gera sömu kröfur til hreyfingarinnar, eins og hreyfingin gerir til stjórnsýslunnar, svo sem dreifingu valds osfrv. líkt og tillögur þær sem unnar voru í allt sumar í opnum hópi félagsmanna gera.
Borgarahreyfingin leggur td áherslu á að þingmenn séu ekki ráðherrar, en þessar tillögur þingmanna hreyfingarinnar skipa þingmann í stjórn BH án þess að hann sé til þess kosinn af félagsmönnum. Það kalla ég ekki lýðræði. Hér erum við á leið inn í ÞINGMANNARÆÐI.
Við sem hreyfing höfnum leiðtogadýrkun, en þarna sýnist mér þinghópurinn vera að gera sig að ríki í ríkinu, konung og keisara, þá sem öllu ráða og þurfa engan að hlusta á.
Ef einhverntíma var ástæða til að benda á keisarann og vekja athygli á klæðaleysi hans, þá er það núna!
P.S. Eftirfarandi er ekki hægt að taka öðru vísi en sem gríni:
"2. Stjórnin skal hittast minnst einu sinni í mánuði, einungis til að meta störf framkvæmdastjóra"
Borgarahreyfingin sem grasrótarafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:06 | Facebook
Athugasemdir
Hæ skvís,
það er samt margt sniðugt í þessu hjá þeim finnst mér. Hitt er svo annað mál að það er verið að drulla yfir ykkar miklu samþykktarvinnu. Hefði ekki verið nær að þetta fólk sem kemur þarna korter í kosningar hefði unnið með ykkur í sumar? Mér skilst að það sé tiltölulega auðvelt að vinna með ykkur. Btw eru Daði og Waage hjónin í hreyfingunni yfir höfuð?
Herbert Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 08:16
Hæ Hebbi. Já ég er sammála sumu sem þarna stendur, en flest þykir mér eiga frekar heima hjá anarkistum en í Borgarahreyfingunni. Vandamál okkar hefur einmitt verið að það vantar skýra valddreifingu og skýrar boðleiðir. Þarna finnst mér þinghópurinn vera að gera sig að Keisara hreyfingarinnar. Það má kannski kenna Napóleon syndróminu um
Og sem svar við spurningunni, nei Daði og Lísa hafa aldrei verið í hreyfingunni og Gunnar Waage sagði sig úr henni fyrir nokkru.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 12:34
Sammála hverju orði
Hei, ég ætla að kjósa þig!
Dúa, 11.9.2009 kl. 22:44
Takk Dúa. Hlakka til að sjá þig
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 11.9.2009 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.