Loksins

Mikið var að einhver í þessu þjóðfélagi tók við sér.  Að það skuli vera Íslandsbanki er samt frekar merkilegt.  Eru þessar aðgerðir ekki eitthvað sem ríkistjórnin á að standa fyrir í nafni "Skjaldborgar um heimilin"?

Þetta er gott framtak og ég vona að hinir bankarnir fylgi í kjölfarið.  Vonandi ganga þeir bara nógu langt og leiðrétta höfuðstólinn þannig að hann færist í sama horf og hann var í ársbyrjun 2008, þegar stjórnvöld hófu blekkingarleikinn.

Að sama skapi þarf að banna verðtrygginguna.  Það er engin hemja að það taki yfir 30 ár að byrja að sjá lækkun lána sinna eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.  Að vísu er það miðað við núverandi verðbólgu, en ég persónulega hef ekki mikla trú á því að hún fari ört lækkandi. Einhvern veginn rámar mig í það, að talað hafi verið um að við myndum sjá verðhjöðnun á haustmánuðum. Ekki get ég séð að það sé að gerast.


mbl.is Höfuðstóll lána verði lækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samdráttur í einkaneyslu sem nú er orðinn að veruleika ætti undir venjulegum markaðslögmálum að vera búinn að skila sér í verðhjöðnun. Hinsvegar hafa stjórnvöld verið dugleg að hækka gjöld t.d. á eldsneyti, áfengi og tóbak, sem skilar sér út í verðlagið og viðheldur þannig verðbólgunni ásamt því að valda hækkun verðtryggðra lána. Og ekki hjálpar lágt gengi krónunnar við að halda verðlaginu í skefjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband